Fréttir

Gott veður og troðfullir tímar.

Það mættu yfir 40 manns í Ólatímann í morgun og í Lífsstílinn. Brjálað stuð í Jamminu og um 20 konur. Hvar eru strákarnir?

Frumflutningur á Body Jam

Eva og Gerður ætla að frumflytja nýtt Body Jam á laugardaginn, þ.e. á morgun kl 13:00. Geggjuð spor við flottustu lögin, þær í banastuði og allir mæta með brosið og kannski

Skráning í gangi í Gravity og CrossFit.

Erum byrjuð að skrá á næstu Gravitynámskeið sem byrja 26. september en ekki október eins og stendur í N4 dagskránni, smá mistök. Næstu CrossFit námskeið hefjast 3. okt, CrossFit konur kl 8:30 og almennt grunnnámskeið kl 6:10. MömmuCrossFit byrjar á morgun.

Breyting á CrossFit morguntímum

Vegna einlægra óska viðskiptavina höfum við svissað CrossFit tímunum á þriðjudögum og miðvikudögum kl 06:10. Opni tíminn verður framvegis á þriðjudögum og Grunnnámskeiðið á miðvikudögum.

6x6x6 áskorun fyrir stelpur

Það er allt komið á fullt hjá 6x6x6 skvísunum. Tveir hópar í gangi og troðfullt í 16:30 hópinn en möguleiki að komast að í morgunhópnum. Þær byrjuðu á fimmtudaginn með 30 mínútna spinning

Body Vive frumflutningur á föstudag

Hóffa og Abba munu frumflytja nýja útgáfu af BodyVive föstudaginn 9. september kl. 16:30. Öðruvísi tímar með góðum og einföldum alhliða æfingum og skemmtilegri tónlist.

Yoga í stað BodyBalance á laugardag

Báðir BodyBalance kennarar okkar verða fjarverandi laugardaginn 10. september þar sem þær ætla að kynnast næstu útgáfu af BodyBalance á Les Mills Workshop. BodyBalance tíminn kl. 10:30 á laugardag fellur því niður en í stað hans verður yogatími þar sem Bryndís Arnarsdóttir yogakennaranemi kennir á sama stað og sama tíma.

Hádegistímar alla vikuna!

Við bjóðum uppá tíma kl 8:15 eða 8:30 og hádegistíma 5x í viku. Í hádeginu er hægt að fara í 6 mismunandi tíma, þrek á mánudögum og föstudögum, spinning/þrek á miðvikudögum, Tabata/CrossFit á

Laust í opna Gravitytíma í vikunni.

Hvernig væri að prufa opinn Gravitytíma á fimmtudaginn kl. 16:30 eða á föstudaginn kl. 8:30? Gravity Plús hjá Óla kl 17:30 á fimmtudaginn fyrir þá sem vilja alvöru puð. Það þarf bara að hringja í 4627111 og skrá sig.

Hlaupahópur á Bjargi

Afrekskonurnar Rannveig og Sonja (gleymdi að segja frá þeirra sigrum í hlaupum sumarsins hér á síðunni, Rannveig sigurvegari í hálfmaraþoni í Reykjavík og Sonja