Fréttir

Góð byrjun hjá nýjum kennurum

Nýju kennararnir okkar byrja vel. Inga Steinlaug kenndi sinn fyrsta Body Combat tíma á föstudag og stóð sig vel. Hún mun kenna Combat á móti Önnu og Gravity. Gunnar Atli kenndi líka sinn fyrsta spinningtíma

Viðhald!

Við erum alltaf að mála og núna síðast var barnagæslan tekin í gegn. Ef einhver á nettan hornsófa þá vantar okkur einn þangað inn. Tvær konur eru búnar að vera í nokkra daga að taka spinninghjólin í gegn.

Fyrirlestur um rétt mataræði fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi.

Davíð Kristinssin næringar og lífsstílsþerapisti verður með fyrirlestur fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi kl 20 annað kvöld (fimmtudag). Frítt er inn fyrir þá sem eru á námskeiðum en aðrir borga 1000kr.

Eva jammar

Það er frábær mæting í Body Jammið þessa dagana. Eva kennir í hádeginu í dag og á laugardaginn næsta. Þær skipta þessu með sér núna hún og Gerður. Abba kemur stundum og tekur nokkur spor.

Sálartónlist í þemaspinning

Hansína er búin að finna öll bestu lögin með Sálinni fyrir þemaspinning á morgun. það verður puð og stuð.

Point studio og íþróttaval

Það er góð nýting á sölunum okkar í vetur. fyrir utan 80 tímana sem við erum með í töflunni þá er dansstudió Point með salinn 8x í viku og íþróttaval Grunnskólanna er hér á miðvikudögum með um 40 krakka.

Body Jam í hádeginu

Gerður verður með Body jam í hádeginu á þriðjudögum í vetur. Hún var með fyrsta tímann sl þriðjudag og það mættu 11 dansþyrstar konur. Við ætlum að koma á móts við barnafólkið og bjóðum

Afró alla helgina!

Margir hafa eflaust heyrt trommutaktinn sem hljómaði héðan í gær. Veðrið var svo gott að afró kennarinn fór út með hópinn og trommararnir 3 fylgdu með

Bjargboltinn kl 16:30

Við ákváðum að færa Bjargboltanámskeiðið til kl 16:30 á mánudögum og miðvikudögum. Auðvitað var léleg skráning kl 09:30 á þriðjudögum og fimmtudögum þar sem við erum ekki með barnagæslu

Sex heppnir með mánaðarkort!

Við drógum út 6 mánaðarkort eftir opnu vikuna. Um 1000 manns skrifuðu nafn sitt í gestabókina og eftirtaldir unnu mánaðarkort: Þorlákur Snær Helgason, Þorgerður Helga Árnadóttir, Ásta Magg., Ásdís Guðmundsdóttir, Indiana Arnardóttir og Alda Ýr Guðmundsdóttir.