Fréttir

Frábært á Strýtu

Það var 18 manna hópur sem fór á Bláhnjúk, Strýtu og auðvitað Hlíðarfjall á föstudag. Veðrið var frábært, færið alveg þokkalegt, félagsskapurinn góður og úsýnið STÓRKOSTLEGT.

Lífsstíl lokið!

Það er erfitt að hætta með eins góða hópa og lífsstílinn. Kennararnir eru sammála um að sja´dan hafi verið eins öflugir og skemmtilegir hópar á þessu námskeiði og núna. Árangur var líka sögulegur.

Magadans og Salsa

Spennandi stelpur!! Loksins magadans og salsa, það sem við höfum beðið eftir. Ásta Rut og Eva Reykjalín ætla að kenna þessa dansa á 3 klst námskeiði sem kostar 1500kr. Kennt verður

Góður árangur okkar fólks í þrekmeistaranum

Liðin okkar urðu í 4 sæti í Þrekmeistaranum á laugardag. Það er sagt að það sé leiðinlegasta sætið og þau voru örfáum sekúndum frá þriðja sætinu, bæði liðin. En krakkarnir stóðu sig vel

Bingó á Bjargi

Við lánuðum salinn okkar fyrir bingó á laugardaginn. Stelpur úr félagsfræðibekk í MA voru búnar að fara um allan bæ að leita að sal og enduðu hér. það komu um 160 manns, miklu fleiri en þær gerðu ráð fyrir en þetta reddaðist allt og gekk upp hjá þeim. Tilgangurinn var fallegur því þær eru að safna pening fyrir munaðarleysingjahæli í Mósambik. Okkur var ljúft og skylt að lána þeim sal og aðstoð við bingóið.

100 manns að hlaupa!

Já, við bjuggumst við þessau, það komu nákvæmlega 100 manns á fyrstu æfinguna hjá hlaupahópnum. Við auglýstum þetta fyrir byrjendur og það komu fullt af byrjendum en líka slatti af vönum hlaupurum.

Blesspartý fyrir Anný og Tryggva

Starfsfólk Bjargs fór á Friðrik V í gær og þar borðuðum við glæsilega kveðjumáltíð með Tryggva og Anný en þau eru að flytja suður

Nonni fertugur!

Jón Ragnarsson varð fertugur á miðvikudaginn. Hann mætti á Bjarg kl 06:00 eins og vanalega en þá var einhver búin að leggja í stæðið hans. Skápurinn hans var upptekinn, einhver var komin á skíðavélina hans og svo tók hann hopp með lóð rak það í höfuðið Til hamingju með afmælið, vonandi var dagurinn góður.

Bolir og peysur

Það kom slatti af nýum bolum og renndum peysum með og án hettu um daginn. Í dag komu svo hlýrabolir kvenna í skærgrænu og appelsínugulu, svaka flottir fyrir sumarið. Þetta eru gæðavörur á góðu verði.

Þrekmeistarinn um helgina

Það verða tvö lið frá okkur að keppa í þrekmeistaranum um helgina, karla og kvenna. Tryggvi og Binni hafa haldið utanum þetta og Anný. Einhverjir einstaklingar verða líka með.