Fréttir

Bjargboltinn!

Það verður opinn kynningartími á Bjargboltanum sunnudaginn 21. september kl 10:30. En nýtt námskeið byrjar 23. september og er kennt tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum.

Útitími hjá lífsstíl

Næsta laugardag verður lífsstílstíminn sem átti að vera kl 11:30 á Bjargi úti. Við hvetjum ykkur til að mæta í gönguna fyrir Gísla og fjölskyldu kl 10:30-11:00.

Fyrirlestur um rétt mataræði fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi.

Davíð Kristinsson næringar og lífsstílsþerapisti verður með fyrirlestur um rétt mataræði hér á Bjargi þriðjudaginn 23. september kl 20:45. Fyrirlesturinn er fyrir alla sem eru á lífsstílsnámskeiðum, Gravity námskeiðum, Vo2max og Bjargboltanum.

Söfnum fyrir Gísla og fjölskyldu!

Margir eru eflaust búnir að fá póst með beiðni um stuðning við Gísla sem lenti í hjólaslysinu 2. september í Kjarnaskógi og lamaðist fyrir neðan brjóst.

NÁMSKEIÐ!!!!

4 vikna Vo2max námskeiðið er að klárast í þessari viku. Nýtt 10 vikna námskeið hefst 22. september og verður til mánaðamóta nóv/des og síðan æfa allir frítt út árið.

Æfingar eftir kl 18:00

Það er skrítið hvað aðsókinin í tímana sem eru kl 18:30 er dræm. Það er samt troðfullt á lífsstílsnámskeiðinu kl 18:30 (50 manns).

Gravity 60+

Ósk byrjaði með Gravity námskeið fyrir 60 ára og eldri í gærmorgun. Námskeiðið er tvisvar í viku kl 09:30 og stendur í 4 vikur. Það er hægt að komast að fyrir áhugasama, 4 sæti laus.

Hvernig væri að breyta til?

Sumir eru mjög vanafastir í sinni líkamsrækt. Það er gott að breyta til reglulega og stunda fjölbreytta hreyfingu. Skoðaðu úrvalið af tímunum í tímatöflunni og skipulegðu eina eða tvær vikur þar sem þú ferð á milli og prófar sem flest.