Fréttir

Skráning í fullum gangi.

Við erum byrjuð að skrá á öll námskeið sem verða í boði í haust.  Fyrsta námskeiðið fimm/tveir byrjar á miðvikudaginn.  Þar er góður hópur skráður en samt pláss fyrir um 10 manns í viðbót.  Skráning í Nýtt útlit og á Dekurnámskeiðið er langt komin.  Nóg pláss er á lífsstílsnámskeiðinu og Gravity/bolta. Best er að tryggja sér plássið sem fyrst og núna er pláss fyrir 2 í viðbót í nýju útliti.  Sjáum til hvort við setjum á annað námskeið, t.d. að morgni.

Fleiri Hot yoga tímar

Síðasti útitíminn var í dag.  Næsta fimmtudag kemur inn Hot yoga tími í staðinn.  Það er búin að vera frábær mæting í yogað í sumar þrátt fyrir góða veðrið.  Það verða því þrír tímar á viku núna til 1. september, þá koma inn 5 nýir tímar. Verðum líklega með Hot yoga áskorun í september.

Venjulegur þrektími 8:15

Það verður venjulegur þrektími í fyrramálið kl. 8:15.  Við vorum með heitan og venjulegan til skiptis og þessi venjulegi virðist hafa yfirhöndina hvað mætingu snertir.  Hættum því þessu systemi sem var bara sumarskipulag.

Nýr heitur salur

Við flytjum úr kjallaranum á jarðhæðina með heita salinn og tökum hann í notkun um mánaðamótin ágúst/september.  Þannig að núverandi teygjusalur verður að heitum sal og alltaf opinn á milli tíma til að æfa og teygja.  Hann verður volur allan daginn sem er fengur fyrir alla.  Heitu þrektímarnir, Body Balance og Hot yoga verða í þessum sal sem tekur rúmlega 20 manns.  Speglarnir ná niður í gólf, nýtt gólf, frábær hljómburður, nýjar dýnur og betri hitunargræjur.  8 Hot yoga tímar verða í boði vikulega og kannski verðum við með númerakerfi ef aðsóknin verður brjáluð, fyrstir koma fyrstir fá og hurðin læsist inn í salinn eftir að tíminn byrjar.