Fréttir

Brjálaður dans á Bjargi

Er að hlusta á Evu kenna Zumbuna í diskóljósunum og 40 konur í svaka stuði.  Það er ótrúlega flott stemming í öllum danstímunum á Bjargi.  Eva fer hamförum í Zumbunni þrisvar í viku, Body Jammið og Sh´bam eru svo á föstudögum og laugardögum og þar kennur Gerður Hip Hoppari líka.  Þær ætla að kenna saman næsta laugardag nýja Body Jammið kl 13:00 og það er opið fyrir alla og ekkert aldurstakmark.

Fullt á þremur Gravitynámskeiðum.

Við þurfum ekki að auglýsa vinsælustu Gravitynámskeiðin sem eru tvö fyrir vefjagigtarhópa og eitt fyrir alla.  Ný námskeið byrjuðu í gær og á mánudag.  Biðlisti er inn á öll námskeiðin og konurnar sem eru í vefjagigtargravity námskeiðinu eru margar búnar að vera í nokkur ár.  Gravity er snilldarleikfimi fyrir stoðkerfið og hentar því þeim sem þurfa að styrkja sig en fara varlega. Sjúkraþjálfarar sjá um kennsluna í vefjagigtarhópunum og sjá um að svara spurningum og strá gullkornum til þátttakenda.

Skráning í gangi á næstu námskeið

Næsta CrossFit námskeið frestast og byrjar 23. febrúar,

Sveitaballaþema í spinning

Tryggvi og Anný eru alltaf í stuði og núna er það sveitaballaþema í spinning á morgun.  Þið þurfið ekki að mæta í sveitaballadressi heldur ætla þau að spila æðislega tónlist sem hægt er að tengja sveitaböllunum.  Land og synir, Sólstrandagæjarnir, Sálin og Sólin???  Tímarnir eru kl 16:30 og 17:15.