Fréttir

Stutt vika

Það verður að sjálfsögðu lokað hjá okkur á þjóðhátíðardaginn, föstudaginn 17. júní. Ólatími verður á sínum stað

Gravity/þrek úti

Tíminn sem við settum inn kl 17:30 á fimmtudögum og heitir Gravity/þrek hefur ekki náð flugi og er því hættur. Tveir aðrir tímar eru í uppnámi,

Body Jam með Öbbu

Laugardaginn 11. júní kl. 11:00 kennir Abba Body Jam, gamlar og góðar uppáhaldsrútínur við góð lög. Ítrekum að það verður ekki barnagæsla í boði laugardaginn 11. júní.

Tökum á móti hringvegshlaupurunum á laugardag

Við á Akureyri höfum nú tækifæri til að styðja hringvegshlauparana fjóra sem hlaupa til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Ekki aðeins getum við stutt þau með fjárframlagi heldur getum við hlaupið með þeim síðustu kílómetrana til Akureyrar laugardaginn 11. júní. Tvær 14 manna rútur, í boði Höldurs, skutla okkur til móts við hlauparana frá Hofi á eftirfarandi tímum:

Ólatími fellur niður og opið annan í hvítasunnu

Ólatíminn fellur niður næsta laugardag vegna hvítasunnunar. Það verður engin barnagæsla þann daginn. Á hvítasunnudag verður lokað en á mánudag annan í hvítasunnu verður opið milli 10 og 13.

Unglingaþrek byrjar í vikunni

Námskeið fyrir unglinga, árg. '95-'98, byrjar í vikunni. Fræðsla um hollt mataræði og frábær alhliða þjálfun, þrek, spinning, Cross-training og æfingar úti og í tækjasal. Fjölbreytileikinn og gleðin ráða ferðinni. Tímarnir eru kl. 10:30 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.

6x6x6 áskorun

Næstu 6x6x6 námskeið verða næsta haust. Þetta námskeið sló verulega í gegn og við framlengdum út maí. Góður árangur náðist í sentimetrum, kílóum, brosum og formi.

Frumflutningur á Body Balance

Hóffa og Abba munu frumflytja nýjan Balance í dag kl 17:30. Frábær tónlist í þetta skiptið, Grammyverðlaunalög og einstakt flæði í

Erum byrjuð að skrá á næstu Gravitynámskeið

Ætlum að bjóða uppá 3 Gravitynámskeið í júní. Kl 06:15, 08:30 og 16:30. Skráning er hafin og þau byrja mánudaginn 6. júní ef nógu margar skráningar berast, pláss fyrir 12 á hverju námskeiði.

Gravitytími hættir

Tíminn sem kom inn kl 09:30 á miðvikudagsmorgnum í Gravity mun hætta. Það hefur verið lítil sem engin skráning svo við fellum hann út.