Fréttir

Krakkadagar á fimmtudögum

Það eru skemmtilegir hópar að mæta hingað á fimmtudögum. Allir sem vilja geta mætt í krakkafjörið kl 15:00 en þá er dansað og farið í skemmtilega leiki og hver borgar

Breyting á tímatöflu

Færri eru að mæta í suma tíma þegar veðrið batnar og því munu þeir detta út. Það er t.d. léleg sktáning í Gravity kl 08:15 og 08:30 á þriðjudögum og föstudögum og eru þeir því hættir.

Body Jam frumflutningur

Ný útgáfa af BodyJam verður frumflutt miðvikudag kl. 16:30. Eva og Gerður ætla báðar að kenna og halda uppi fjörinu með diskó, salsa og fleiru í skemmtilegum rútínum. Eva mun svo kenna þessa nýju útgáfu aftur á laugardaginn kl. 13:00, rosa stuð.

Ný Gravity námskeið!

Næstu Gravitynámskeið byrja mánudaginn 14. júní. Bjóðum uppá námskeið kl 06:15, 08:30, 16:30 og 17:30. Skráning er hafin. Athugið að Gravity er einstök styrktarþjálfun. Erum alltaf að fá sögur hjá fólki sem kemur í Gravity eftir langvarandi meiðsl eða krankleika og fær bót.

Fullt í unglingaþrekinu

Það er fullt á unglinganámskeiðið sem byrjar á morgun. Spennandi námskeið fyrir fríska krakka sem vilja fjölbreytta hreyfingu. Athugið að innifalið er frjáls aðgangur að Bjargi.

Body Balance í dag

Abba kenndi helminginn af nýjum Body Balance fyrir viku, og núna tekur hún allt prógrammið. Frábærar æfingar og teygjur ásamt góðri tónlist.