Fréttir

Gravity fyrir 60+

Gravitynámskeiðið hjá þeim sem eru 60 ára og eldri er að klárast á miðvikudag. Nýtt námskeið er því á döfinni mánudaginn 22. mars. 4 vikna námskeið, kennt á mánudögum og miðvikudögum kl 09:30.

Nýtt Body Jam

Eva ætlar að kenna nýtt Body Jam á laugardag. Fyrri hlutann sem var frumfluttur á workshopinu um daginn og svo nýjan seinni hluta, svokallaðan bónuspakka, sem fylgir stundum með nýjum prógrömmum.

Gestakennari í CrossFit

Við fengum góðan gest í dag sem að kenndi CrossFit og mun kenna líka á morgun kl 10:30. James, heitir maðurinn og kennir CrossFit í Sporthúsinu í Kópavogi.

Bjargboltinn!

Það hefur töluvert verið spurt um boltatímann. Við fórnuðum tímanum og salnum sem boltinn hafði fyrir annað námskeið. Okkur vantar pláss á þeim tíma sem allir vilja mæta fyrir Bjargboltann. Sejum inn opin tíma um leið og færi gefst.

CrossFit frestað um viku

Við ætlum að fresta CrossFit námskeiðinu 18:30 sem átti að byrja í dag um viku. Nokkur pláss eru því laus á það námskeið.

Body Attack kynningartími

Fimmtudaginn næsta 11. mars kl. 18:30 verður kynningartími í BodyAttack. Þessir tímar reyna á þolið, einfaldar hreyfingar mikið um skokk og hopp. Hvetjum áhugasama til að mæta og upplifa brjálaða stemmingu með Ingu Steinlaugu.

Gravitynámskeiðin að byrja í dag

4 Gravitynámskeið eru að byrja í dag en 06:15 námskeiðið byrjar viku seinna og 60+ líka. Það eru nokkrir bekkir lausir á 17:30 námskeiðinu en annars fullt.

Body Balance frumflutningur á morgun!

Hulda og Abba munu kenna Body Balance númer 48 á þriðjudag kl 18:30. Ný tónlist, fallegt og öflugt Tai Chi, góðar jógaæfingar fyrir allan skrokkinn og Pilates í kvið og bakæfingum.

Afsakið!!!!!

Heimasíðan er búin að vera dauð í næstum því viku og er það ófyrirgefanlegt. Fyrirtækið sem sér um hýsinguna er búið að vera í einhverjum vandræðum en lofa að þetta gerist ekki oftar.

Menntaskólinn í kynningartíma!

4 bekkur í MA kemur alltaf í kynningartíma hingað á hverju ári. Fyrir áramót komu fjórir bekkir og aðrir 4 núna. Við höfum verið að kynna Gravity og CrossFit í þessum tímum