Fréttir

Meðgöngu- og mömmuleikfimi!

Spennandi námskeið eru á döfinni hjá okkur. Hansína og Hulda Elma eru nýbúnar að fara á námskeið til að sérhæfa sig í leikfimi fyrir verðandi mæður og mömmur með lítil börn.

Body Combat!

Hvernig væri að prufa Body Combat? Strákar! þetta er tími fyrir ykkur. Þarna eru spörk og kýlingar, bardagaþema og engin spor. Tónlistin er brjáluð og hvetjandi og kennararnir hressir. Svitinn lekur og stemmingin er frábær.

Dempuð lýsing í tímum

Við hugsum um að hafa lýsinguna þægilega í tímum. Í stóra salnum er fallegar ljósakrónur sem varpa daufu ljósi og það er kastari á kennaranum á sviðinu. Les Mills kennararnir okkar kjósa margir að nota þessa lýsingu í tímunum.

Námskeið að byrja

4 Gravitynámskeið byrja á morgun. Fullt er á þau öll nema kl 18:30 eru nokkrir bekkir lausir. Sá hópur er fyrir fólk með vefjagigt og stoðkerfisvandamál. CrossFit er líka að byrja og eru nokkur laus pláss kl 18:30 (byrjar á þriðjudag).

Æðislegur Body Balance

Við viljum hvetja alla til að prufa Body Balance. Frábærar teygjur sem gera ykkur gott, krefjandi jógaæfingar, Pilates kvið og bakæfingar og slökun í lokin. Við kennum við kertaljós og tónlistin er frábær. Ef þið viljið huga að djúpu kvið og bakvöðvunum og almennum liðleika

Þrektími á þriðjudögum

Það hefur mikið verið beðið um þrektíma seinni partinn og við bættum einum inn núna eftir áramótin. Það eru um 10-15 manns að mæta sem okkur finnst alltof lítið.

CrossFit framhald

Framhaldstímar í CrossFit eru 4 eins og er og stefnan að fjölga þeim eftir þörfum. Ef það skráist ekki á grunnámskeiðið kl 08:30 þá bætum við inn tveimur tímum á þeim tíma eftir helgi. Þegar fólk hefur lokið grunnnámskeiði og hyggst mæta í framhaldatímana þá kostar mánuðurinn þar 3000kr