Fréttir

Kennsla í tækjasal

Við viljum benda öllum á að það er hægt að fá fría kennslu á æfingaprógrömmin í tækjasalnum. Það er nauðsynlegt þegar maður er að byrja að hafa eitthvað í höndunum að fara eftir.

Afró helgina 19.-21. nóvember

Helgina 19.-21. nóvember verður afró dansnámskeið hér á Bjargi. Boðið verður uppá 3 tíma á föstudegi, laugardegi og sunnudegi. Hægt er að skrá sig á allt námskeiðið og kostar það 8000kr.

Combat og Attack

Við viljum sjá fleiri í Body Combat tímunum á mánudögum og mixunu (Combat og Attack) á föstudögum. Þetta eru svakalega skemmtilegir tímar, mikið þol og frábærar æfingar. Combatið er bardagatengt

Íslandsmeistarar 39+ í þrekmeistaranum

Öldungaráðið frá Bjargi sigraði í liðakeppni 39 ára og eldri í þrekmeistaranum um helgina. Unnsteinn og Birgitta urðu svo í öðru sæti í parakeppninni þar sem þau skiptast á þrautum og taka 5

Breyting á Hot Yoga

Þrjú ný námskeið í Hot Yoga byrja næsta þriðjudag. Þau eru kl 08:30, 16:30 og 18:00. Mjög gott er að klára eitt námskeið áður en maður fer að stunda opnu tímana af kappi. Þeir eru tvisvar í viku, kl 09:45 á þriðjudögum og kl 19:15 annan hvern fimmtudag og 11:30 annan hvern sunnudag. Soldið flókið, en það þarf að skrá sig í tímana og þá getið

Alltaf troðið í spinning!

Við erum með 7 spinningtíma á viku og gjarnan fullt í þá alla. Hjólin eru oftast um 35 og eru í stöðugu viðhaldi. Við kappkostum að hafa þau í lagi þannig að allir séu ánægðir.

Boxið á flugi!

Vinsælast í óvissuferðum fyrir skóla og yngra fólk er Boxercise. Erum að fá tvo hópa um næstu helgi í box og spinning. Þriðji hópurinn kemur svo í dans. Flestar helgar eru uppteknar

Unglinganámskeið

Tryggvi ætlar að bjóða uppá eitt unglinganámskeið í viðbót fyrir jól. Þetta eru vinsæl námskeið fyrir krakka sem eru fædd 1995-98. Hann kennir þeim allt í sambandi við líkamsrækt.