Fréttir

Námskeiðin flest að byrja á morgun!

Gravity námskeiðin, lífsstíll morgunn og kvöld, Síðubitar og unglingaátak, eru að byrja á morgun. Látið ykkur hlakka til, þetta verður bara skemmtilegt. Gott er að vera búin(n) að borga t.d. í dag því það er allt brjálað í afgreiðslunni á fyrsta deginum.

40 manns á fyrirlestri!

Það var góð mæting á fyrirlestur Sigurbjörns Árna á laugardaginn. Hann talaði um púlsþjálfun og mikilvægi púlsmæla í þolþjálfun almennt. Halldór úrsmiður var með kynningu á púlsmælum.

Troðfullt á lífsstílsnámskeiðið

Það er fullt á lífsstílsnámskeiðið kl 19:30 og 15 manns á biðlista. Enn er hægt að bæta við á námskeiðið kl 18:30. Sá hópur er ætlaður fyrir þau sem þurfa að léttast mikið(20kg og yfir). Þið sem eruð skráð kl 19:30 athugið hvort það er mögulega betra fyrir ykkur að vera kl 18:30.

Frí barnagæsla frá 1. febrúar

Já við erum í góðu stuði núna. Töluðum um að það gæti orðið breyting á gæslunni um áramót og núna ætlum við að fella niður gjaldið fyrir gæsluna frá 1. febrúar.

Fyrirlestur hjá Sigurbirni Árna

Sigurbjörn Árni Arngrímsson (Íþróttafréttamaðurinn hressi)doktor í þjálfunarlífeðlisfræði, verður með fyrirlestur um púlsþjálfun hér á Bjargi laugardaginn 7. janúar kl 15:00.

ÁSKORUN

Við ætlum að bjóða öllum að taka þátt í áskorun Bjargs 2006. Ef þú léttist um 10% af þyngd á 8 vikum færð þú 6 mánaðakort í verðlaun.

Gaman, gaman!

Það mættu um 60 manns í gleðitímann á föstudaginn og skemmtu sér vel og djöfluðust í 2 klst. Við hituðum upp í jammi með Öbbu og svo var skipt í 3 hópa.