04.12.2006			
	
	Óli var nú ekkert að dekra við liðið í tímanum á laugardagsmorgunn.  Eða hvað?  Hann náði upp rífandi stemmingu eins og honum er lagið og allir komu sveittir og sælir út.
 
	
		
		
		
			
					04.12.2006			
	
	það voru kenndir 10 Fit Pilates tímar hér á föstudag, laugardag og sunnudag.  Hóffa og Abba sáu um kennsluna og eru með smá harðsperrur eins og eflaust fleiri.  
 
	
		
		
		
			
					04.12.2006			
	
	Það sagði einn viðskiptavinur að þetta væri eins og Gallerí, fullt af listaverkum út um allt.  Við vígðum tvö þeirra formlega um helgina.  
 
	
		
		
		
			
					04.12.2006			
	
	Matthildur Áta Hauksdóttir á listaverkið við snyrtiaðstöðuna.  Hún hefur gert alla speglana sem eru hér og borðin.  Hún kveikti á sólinni sem er okkar lífgjafi.  
 
	
		
		
		
			
					04.12.2006			
	
	Elli píp átti afmæli á föstudaginn og var komið á óvart með forláta köku kl. 06:30 að morgni.