Zumba á laugardögum innifalin í tækjakorti.

Við settum inn Zumbu á laugardögum á meðan Zumbááskorunin stendur yfir.  Henni lýkur á morgun en við ætlum að halda henni inni meðan aðsóknin er góð.  Það var frítt í dans á laugardögum á Bjargi í nokkur ár eftir hrun.  Við ætlum að endurvekja það að nokkru leyti og bjóða öllum sem eiga kort í tækjasalinn frítt í Zumbu á laugardögum kl. 13.  Ólatíminn hefur fylgt tækjakortinu frá upphafi.   Þrekkortshafar geta mætt í alla opna tíma.