Við söfnum sjálfboðaliðum

Sólbaðsaðstaðan er vel notuð í góða veðrinu
Sólbaðsaðstaðan er vel notuð í góða veðrinu
Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að Landsmót ungmennafélags Íslands er á Akureyri í sumar. Við á Bjargi erum að safna sjálfboðaliðum til að starfa við mótið. Fyrst og fremst við Landsmótshlaupið Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að Landsmót ungmennafélags Íslands er á Akureyri í sumar.&nbsp; Við á Bjargi erum að safna sjálfboðaliðum til að starfa við mótið.&nbsp; Fyrst og fremst við Landsmótshlaupið sem fer fram á laugardeginum frá ca 8 til 13.&nbsp; Það er líka hægt að starfa við aðrar greinar.&nbsp; Það verður opið á Bjargi fyrir alla keppendur allt mótið.&nbsp; Glerárdalsgönguferðin ógurlega verður þessa helgi og við ætlum að hafa opið í heitu pottana og gufuna fyrir það fólk allan sólarhringinn.&nbsp; Við þurfum að manna staðinn aðfararnótt sunnudagsins 12. júlí, vaktaskipti.<BR>Það er listi á Bjargi og væri vel þegið að fólk sýndi rétta ungmennafélagsandann og skrifaði sig á hann.