Þrekmeistaraæfingar á föstudögum!

Það var góð stemming í liðunum okkar í Þrekmeistaranum og slatti af okkar fólki á áhorfendapöllunum. Það kom upp sú hugmynd að byrja strax að vera með æfingar fyrir næsta vetur. Brynjar ætlar að halda utanum þær æfingar og mæting er á föstudögum kl 16:00. Það var góð stemming í liðunum okkar í Þrekmeistaranum og slatti af okkar fólki á áhorfendapöllunum.  Það kom upp sú hugmynd að byrja strax að vera með æfingar fyrir næsta vetur.  Brynjar ætlar að halda utanum þær æfingar og mæting er á föstudögum kl 16:00.  Það eru fáir í tækjasalnum þá og hægt að einbeita sér að þessu.  Hann mun skipuleggja hverja æfingu og fólk getur prufað sig í nokkrum greinum hvern föstudag. Fyrsta æfingin verður 29. maí því Brynjar verður á Hvannadalshnjúk næsta föstudag.  Einu sinni í mánuði verður keppni í 4-7 greinum í senn og tímataka.   Þetta er fyrir alla sem langar að storka sjálfum sér og stefna á einstaklingskeppnina og/eða liðakeppnina en þá tekur hver tvær greinar sem er bara auðvelt.  Rústum þessu svo að ári.