Starfskynningar og óvissuhópar

Sonja og Kristján í fínum Bjargpeysum
Sonja og Kristján í fínum Bjargpeysum
Krakkarnir í 10.bekk voru að klára prófin í gær og tveir hópar frá Brekkuskóla og Síðuskóla komu hingað í línudans til Öbbu. Þau voru æðislega skemmtileg og öll í góðu skapi og dönsuðu eins og englar. Krakkarnir í 10.bekk voru að klára prófin í gær og tveir hópar frá Brekkuskóla og Síðuskóla komu hingað í línudans til Öbbu.  Þau voru æðislega skemmtileg og öll í góðu skapi og dönsuðu eins og englar.  Tveir krakkar frá Dalvík voru hér í dag í starfskynningu, Sonja og Kristján.  Þau fóru í Gravitytíma í morgun og lærðu svo á boltana og sum tækin. Fræddust um starfsemina almennt og enduðu svo í heita pottinum.  Bjarg gaf þeim bol, skyrhristing og mánaðarkort. Nú er greinilega tími óvissuferðana og nóg að gera hjá Öbbu í dansinum.  Það er líka sniðugt ef hópurinn er ekki stór að skreppa niður í Gravity.