Stælkonur og Stubbarnir Íslandsmeistarar í línudansi

Glæsilegur hópur í Laugardalshöll
Glæsilegur hópur í Laugardalshöll
Stælkonur og stubbarnir urðu um helgina Íslandsmeistarar í línudansi í fjórða skipti. Í hópnum eru 18 konur og 2 karlar, meirihluti línudansaranna í hópnum stundar líkamsrækt á Bjargi, í hópnum voru líka fjórir kennarar frá okkur, Abba, Hóffa, Hrafnhildur og Sólrún. Stælkonur og stubbarnir urðu um helgina Íslandsmeistarar í línudansi í fjórða skipti.  Í hópnum eru 18 konur og 2 karlar, meirihluti línudansaranna í hópnum stundar líkamsrækt á Bjargi, í hópnum voru líka fjórir kennarar frá okkur, Abba, Hóffa, Hrafnhildur og Sólrún.  Danshöfundur hópsins var sem fyrr Abba en æfingar hafa verið stífar hjá hópnum síðasta mánuðinn.  Sjö hópar kepptu um titilinn en í þriðja sæti var hópur Guðfinnu Tryggvadóttur sem kenndi hjá okkur í nokkur ár en býr nú á Selfossi. Stælkonur og stubbarnir, til hamingju með titilinn.