Nýir aukahlutir

TRX bönd og upphífustöng eru komin á efri hæðina, gagnast í hóptímum og allan daginn þegar neðri hæðin er full.  Róðrarvélin fyrir skíðagöngumenn sem er komin í tækjasalinn hefur vakið mikla lukku hjá þeim sem stefna á Vasa gönguna.  Vélin hentar öllum og hvetjum við fólk til að prufa hana.  Gravitybekkirnir á efri hæðinni eru mikið notaðir allan daginn.  Tækin sem eru þar eru líka vinsæl og svo bara að hamast í sippi, dansi, kviðæfingum eða hverju sem er og hafa meiri frið og pláss.  Heiti teygjusalurinn við hliðina á tækjasalnum er líka vinsæll og gott að leggjast þar og slaka á eftir erfiða æfingu eða að taka hluta æfingarinnar í hitanum.