Námskeið hefjast í janúar

Það verður nóg um að vera hjá okkur á nýju ári og má þar nefna frábær námskeið sem hefjast í fyrstu vikunni í janúar.

Heilsugrunnur hefst 3.jan , bæði grunn- og framhaldshópur. Frábær leið til að taka föstum tökum á heilsunni undir leiðsögn sjúkraþjálfara og markþjálfa.

Hjólanámskeiðin hefjast 3.jan en þar erum við lokaðan konuhóp og svo blandaðan hóp sem hefur val um 8 tíma á viku.

Sterkur lyftinganámskeiðið hefst 4.jan og hefur verið biðlisti í allt haust á það námskeið.

Dekur 50+ hefst 3.jan en Hóffa og Birgitta leiða það námskeið að sinni alkunnu snilld. 

60+ hóparnir halda áfram og byrja 3.janúar. Anný, Elma og Hafdís sjá áfram um þennan magnaða hóp okkar.

Karlayoga hefst 4.janúar en þar fá strákarnir bæði að auka styrk og liðleika.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér