Kynningartímar á nýju spinning hjólunum

Spinning hjól líkamsrækt Life fitness IC8Við höfum fjárfest í rúmlega 30 nýjum spinning hjólum frá Life Fitness – þeim fyrstu sinnar tegundar á Akureyri. Hjólin heita IC7 og IC8 og eru búin nýjustu tækni sem gera æfinguna þína markvissari og skemmtilegri. Hjólin sýna þér m.a vöttin sem þú hjólar á (álagið), hraðann, vegalengdina, brennsluna og margt fleira. Hægt er að tengjast með bluetooth við snjalltæki og með ICG appinu getur þú tekið upp æfinguna þína og safnað öllum spinning æfingunum á sama staðinn og þannig haldið utan um æfingarnar þínar. Hjólin eru afskaplega þægileg og mjög gott að stilla þau.

Við verðum með nokkra kynningartíma á nýju spinning hjólunum okkar fyrir þá sem ekki hafa prufað þau áður, vertu velkomin(n) hvort sem þú ert korthafi hjá okkur eða ekki.


Tímarnir eru eftirfarandi - ath nauðsynlegt er að skrá sig í síma 462-7111 eða senda póst á bjarg@bjarg.is

Fimmtudagurinn 1. mars kl 17:30

Föstudagurinn 2. mars kl 17:30

Laugardagurinn 3. mars kl 13:00

Sunnudagurinn 4. mars kl 12:00