Hot yoga á föstudegi

Það var flott mæting í Hot yoga í hádeginu á föstudaginn.  Þetta er til reynslu og tíminn verður inni meðan mæting fæst.  Flott að enda vikuna á yoga og fara inní helgina í jafnvægi.  Tíminn verður um klukkutími og síðast var enginn að flýta sér í vinnuna og því hægt að taka fullan klukkutíma með stuttri slökun.  Hinir Hot yoga tímarnir hafa flestir verið akkúrat fullir.  Salurinn tekur vel við 20 manns og við höfum verið með númer í afgreiðslunni til að afhenda við komu.  Höldum því áfram þannig að fyrstir koma fyrstir fá.  Nóg er að mæta 10 til 15 mínútum fyrir tímann til að komast að.