Hot Yoga

Næsti sunnudagur er Pálmasunnudagur og því ekki von á mörgum í ræktina vegna ferminga og ferðalaga.  Við ætlum því að fella Hot Yoga niður næsta sunnudag.  Lokað verður á Skírdag, föstudaginn langa og páskadag.  Tækjasalur verður opinn á annan í páskum frá 10-13.  Opið verður eins og vanalega á laugardeginum en allir tímar falla niður og einn stór þrektími hjá Tryggva kemur í staðinn og verður hann kl 10:00.  Miðvikudaginn fyrir páska falla allir tímar niður sem eru eftir hádegi.  Höldum venjulegri dagskrá fyrir hádegi.