Flott keppni!!!

Birna og Írena sigurvegarar í tvenndarkeppninni
Birna og Írena sigurvegarar í tvenndarkeppninni
Bjargmeistarinn var í morgun og tókst einstaklega vel.  Skemmtileg braut, skýr og vel upp sett.  Góðir dómarar og frábærir keppendur.  Strákarnir byrjuðu og það kom ekki á óvart að Unnsteinn Jónsson skyldi sigra á tímanum 7,34 mín. Frjálsíþrótta/knattspyrnukonan Freydís Anna Jónsdóttir sigraði kvennaflokkinn á 9,18 mín og tvær stelpur ú mömmucrossfit hópnum gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í tvenndarkeppninni en þær heita Birna Blöndal og Írena Elínbjört Sædísardóttir, á 6,30 mín.  Verðlaunin komu frá Veitingastaðnum RUB 23, Kaffi Költ, Sportveri og kort og bolir frá Bjargi. Tryggvi hafði umsjón með keppninni og var kynnir en þjáfarar og kennarar Bjargs sáu um að setja saman þrautirnar, dæma og framkvæma.  Keppnin er komin til að vera og er stefnana að hafa hana etv. oftar en einu sinni á ári.