Dömulegir dekurdagar á Bjargi

Við tökum að sjálfsögðu þátt í dömulegum dekurdögum eins og fyrri ár og eru viðburðir okkar á þessa leið:Fimmtudagur
Glerártorg kl 20-22  Kynning á starfseminni og ýmis tilboð og ráðgjöf

Föstudagur
Opinn Hot Yoga tími kl 18  (20 pláss),  pottur á eftir og svaladrykkur í boði. Hægt verður að kaupa nudd við pottinn á 1000kr sem mun renna óskipt til Krabbameinsfélagsins.

Laugardagur
Bleikur drykkur á tilboði á bústbarnum.
Áskoranir í Ólatíma - þú skorar á félagann og renna öll framlög til krabbameinsfélagsins.
Dömulegt Zumba partý kl 11:15
Guðrún Arngríms. stendur afgreiðsluvaktina og tekur við áskorunum; hægt verður að kaupa stigaferðir og burpees af henni og rennur ágóðinn af þeim æfingum til Krabbameinsfélagsins.

Tökum þátt í þessum skemmtilegu dögum saman og styrkjum gott málefni í leiðinni.