Bjargvættir hlaupahópur

Sonja og Rannveig eru komnar með heimasíðu fyrir hlaupahópinn sinn www.bjargvaettir.com.   Þar eru helstu tilkynningar og æfingaáætlanir settar inn.  Þar er líka hægt að fylgjast með hvaða hlaup eru á döfinni, eins og vetrarhlaup UFA sem eru síðusta laugardag í mánuði kl 11 og byrja hér við Bjarg og enda og allir komast frítt í heita pottinn á eftir.  Næsta hlaup er svo Gamlárshlaupið, kl 11 á Gamlársdag og alltaf svaka stemming þar.