Árshátíð

Góðan dag og velkomin á nýju heimasíðuna sem var opnuð á árshátíðinni í gærkvöldi.

Góðan dag og velkomin á nýju heimasíðuna sem var opnuð á árshátíðinni í gærkvöldi.  Hönnunin var í höndum Adda á Geimstofunni og forritun hjá Þekkingu. Hilda Torfadóttir á svo heiðurinn af því að þetta gekk upp á réttum tíma. Hún sá um innslátt og leiðbeindi okkur og leiddi í gegnum allt þetta ferli af sinni alkunnu snilld, takk Hilda.

Ársrshátíðin var frábær.  Maturinn var einstaklega góður, skemmtiatriði velheppnuð, veislustjórinn í stuði og öll skemmtinefndin. Hádegisþrek, hafið þökk fyrir verulega skemmtilegt kvöld. Hljómsveitin einn sjötíu og þrír sá svo um fjörið á ballinu og þeir voru æðislegir. Lísa söng aðeins með þeim og hún er bara best.  Skemmtiatriði voru fjölbreytt, magadans, línudans, Zorba dans, rapp/ljóðalestur, söngur og Fíllinn (bróðir Jónu) var með uppistand, engum líkur.

Myndir af fjörinu, öllum fallegu kjólunum og sætu strákunum eru á leiðinni.