Allt að gerast

Ef þið hafið ekki séð auglýsinguna í N4 dagskránni í dag þá er hún hér á síðunni til hægri " Haustið 2013".Þar er hægt að lesa um breytingarnar sem eru á döfinni.  Ótrúlega spennandi og í kringum miðjan júní munu þjálfararnir sem hafa þegar leigt sali hjá okkur kynna sína tíma og námskeið og byrja að skrá, fyrstir koma fyrstir fá.  Við byrjum að selja ódýru kortin 3. júní, þriggja mánaða forskot og hægt að mæta í allt í sumar. Ef eitthvað er óljóst þá endilega stoppið Öbbu og Óla og spyrjið eða sendið okkur spurningar í pósti.