350 þúsund í verðlaun

Glæsilegur árangur náðist á 10 vikna fimm/tveir námskeiðinu og 8 vikna lífsstílnum sem lauk í gær.  Margrét Alma Hannesdóttir setti nýtt met í léttingu er hún tók af sér 15,2% á 10 vikum og 45 sentimetrar fuku.  Hún var ekki bara að standa sig vel á fimm/tveir námskeiðinu heldur tók hún líka þátt í 4 vikna spinningáskoruninni og varð í öðru sæti þar.  Verðlaunin eru glæsileg, 100.000kr. í peningum og 86.000kr. árskort á Bjarg.  Guðrún Guðmundsdóttir og Ingibjörg Ásta Björnsdóttir voru báðar yfir 10% léttingu á 10 vikum og fengu 50% afslátt af næsta námskeiði.  Hópurinn sem kláraði og kom í lokamælingu, um 20 manns léttist að meðaltali um 7,8 kg. á 10 vikum, frábær hópur sem mætti stíft og tók vel á því í ræktinni og breytti um stíl í mataræði. Fyrstu 8 vikurnar hjá Nýjum lifsstíl kláruðust í gær.  Þar fór Jóninna Karlsdóttir heim með 10 mánaða kort.  Hún náði 10% léttingu og fyrir það fékk hún 6 mánaða kort.  Hún tók af sér 49 sentimetra sem er nýtt met á svona stuttum tíma og fékk 2 mánuði fyrir það og svo var hún að sjálfsögðu með hlutfallslega mesta léttingu á 8 vikum og fékk tveggja mánaða kort fyrir það.  15 voru með 100% mætingu og Þorbjörg Ólafsdóttir hreppti mætingaverðlaunin.  Þá drógum við út nokkra skemmtilega happdrættisvinninga m.a. frá Hjartalagi, Bjargi og krúttklútum Öbbu.  Takk fyrir samveruna þið sem eruð að klára og við hlökkum til að vinna áfram með þeim sem halda áfram í báðum hópum.