30 mínútna kjarna tími kl 18:30 í dag.

Anna er að kenna troðfullan hádegistíma í Body Pumpi núna.  Allir tímar eru að fyllast og aðsóknin í tækjasalinn er mikil.  Við bendum á nýjan tíma kl 18:30 á fimmtudögum, 30 mínútna core, CXWORX.  Ótrúlega góðir tímar fyrir kjarna líkamans.  Frábærir fyrir alla, íþróttafólk sem vill gera betur í sinni íþrótt, skrifstofumanninn sem þarf að geta setið við tölvuna allan daginn, bílstjórann sem þarf að geta setið í bílnum allan daginn, verslunarfólk sem er á stjáklinu allan daginn.  Ef miðjan er sterk þá er lífið auðvelt.