202 þátttakendur í áskorun Bjargs 2006!

Það endaði með því að rúmlega 200 manns skráðu sig í áskorunina. Hægt var að skrá sig út janúar og 14 manns skráðu sig á síðasta degi.

Það endaði með því að rúmlega 200 manns skráðu sig í áskorunina.  Hægt var að skrá sig út janúar og 14 manns skráðu sig á síðasta degi.  Síðan eru um 160 manns á lífsstílsnámskeiðunum sjálfkrafa skráð í þessa áskorun.  Þannig að 360 manns eru á fullu að reyna að minnka sig núna.

 Þetta gengur út á það að skráðir einstaklingar taka áskorun okkar um að létta sig um 10% af þyngd á 8 vikum og fá 6 mánaða kort í verðlaun.  Við auglýsum svo þegar kemur að seinni vigtun og þá verður gaman að sjá hve margir ná takmarkinu.