Mömmuþrek

 

Námskeið fyrir nýbakaðar mæður þar sem unnið er að því að byggja upp líkamann eftir meðgöngu og fæðingu með því að styrkja kjarnann og grindarbotn ásamt því að efla styrk og þol.

Hægt er að koma í tímana með eða án barna. Litlu krílin eru velkomin með í tímana en eru auðvitað á ábyrgð mæðra. Einnig er frábær útiaðstaða fyrir barnavagna. 

Viðmið: Það er einstaklingsbundið hvenær konur treysta sér til að hefja líkamsþjálfun eftir fæðingu en algengt viðmið er í kringum 6 vikur eftir fæðingu.

 

Kennarar: Elma, Guðrún Arngríms og Karen Nóa

Tímar: Þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 9:15

Verð: 
6 vikur: 25.500
 

Tryggðu þér pláss á næsta námskeið í síma 462 7111 eða á bjarg@bjarg.is

Næsta námskeið hefst 3.mars 2020.