Frístundastyrkur

Frístundastyrkur fyrir árið 2021 er 40.000kr og geta allir þeir sem fæddir eru á árunum 2005-2007 nýtt hann til að kaupa líkamsræktarkort hjá okkur á Bjargi.

Farið er inn á slóðina https://rosenborg.felog.is/ og skráð inn með rafrænum skilríkjum. Valið er hvers konar kort iðkandinn vill og svo muna að haka við að frístundastyrkur skuli nýttur. Kvittun fyrir kaupunum er svo sýnd í afgreiðslunni hjá okkur og við stofnum kort á viðkomandi.