Yogaflæði & styrkur

Mýkir og opnar liðamót, styrkir, mótar og lengir vöðva. Hreinsar og byggir upp líkama og sál.

Gott fyrir alla, íþróttafólk og hinn venjulega skrifstofumann, hver og einn fer að sínum mörkum.Heiti salurinn okkar er í kringum 37°.

Við bjóðum upp á 6 Hot Yoga tíma á viku og eru þeir vel sóttir. Nauðsynlegt er að koma tímanlega og fá miða í afgreiðslunni.

Við mælumst til þess að fólk mæti með handklæði (venjulegt baðhandklæði eða jógahandklæði) til að leggja yfir dýnuna. Einnig er nauðsynlegt að vera með vatnsbrúsa með í tímum.

 

50 mínútna tímar eru á miðvikudagsmorgnum og er salurinn volgari miðað við aðra daga og tímarnir eru einnig mýkri. Notalegt flæði sem kemur líkamanum rólega í gang í upphafi dags.

60 mínútna tímar eru á þriðjudögum kl. 17.15

75 mínútna tímar eru á mánudögum og fimmtudögum kl. 17.15

90 mínútna tímar eru á sunnudögum kl.10.15

 

Kennarar: Guðrún Arngríms. og Rannveig Sigurðardóttir