Fréttir

Einkaþjálfun!

Nú eru allir að fara af stað með góð fyrirheit um breyttan lífsstíl. Einkaþjálfun er góður kostur og hjálpað mörgum af stað. Upplýsingar um þjálfara eru hér á síðunni og líka í afgreiðslu.

Frítt einu sinni í viku!

Við gerðum skemmtilega tilraun sl. vetur sem heppnaðist vel. Buðum uppá einn frían tíma í viku. Við ætlum að halda þessu áfram og velja einn tíma úr tímatöflunni hvern mánuð og verður hægt að fara í hann án endurgjalds.

Hlauparar að standa sig vel.

Rannveig Oddsdóttir er fremsti langhlaupari landsins í kvennaflokki í dag. Hún var fyrst íslenskra kvenna í mark í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn og þriðja konan í mark á 1:27,28 klst.

Samstarfsamningur við Kaupþing

Kaupþing banki hf. og Bjarg hafa gert með sér samning um afslátt til handhafa Kortsins. Eigendur þess fá nú 25% afslátt af kortum á fullu verði. Afslátturinn gildir ekki um tilboðkort eða námskeið.

Námskeiðin að hefjast.

Sjö Gravity námskeið hefjast á morgun. Fullskráð er í flest, en einn bekkur laus á þremur námskeiðum. Hópurinn sem átti að vera kl 08:30 frestast um viku þar sem skráning var ekki næg.

Síðubitar!

Við viljum bara láta gömlu góðu Síðubitana vita af því að margir eru búnir að skrá sig á námskeiðið kl. 19:30.

Akureyrarhlaupið!

Nú er um mánuður í Akureyrarhlaupið og alls ekki of seint að taka ákvörðun um að vera með. Boðið er uppá 3 og 5 km skemmtiskokk sem flestir ættu að geta klárað.

Lítið um athugasemdir.

Tímatafla haustsins er búin að hanga uppi í hálfan mánuð til umsagnar og athugasemda. Tvær óskir voru áberandi fjölmennastar og var orðið við þeim.

Langbest!

Þá er þrautinni lokið og ég breyti bara fréttinni um að þrautin verði í að hún sé búin. Þingeysk þríþraut, synda, hjóla hlaupa og byrjað í sundlauginni á Laugum.

Skemmtilegt sipp!

Jump fit tíminn var í gær og ekki var þetta nú beint auðvelt en skemmtileg tilbreyting. Ótrúlega erfitt fyrir upphandleggsvöðvana og frábær þolæfing.