Hafa samband
headerheaderheaderheader

Um Bjarg

Bjarg líkamsræktBugðusíðu 1603 AkureyriVið erum staðsett í þorpinu við hliðina á Glerárkirkju.       Á Bjargi eru 3 hóptímasalir, rúmgóður

Um Bjarg

Bjarg líkamsrækt
Bugðusíðu 1
603 Akureyri
Við erum staðsett í þorpinu við hliðina á Glerárkirkju.

    

 Á Bjargi eru 3 hóptímasalir, rúmgóður tækjasalur, glæsilegt útisvæði með stórum palli til að æfa á, tveimur 10 manna heitum pottum, eimgufubaði og góðri sólbaðsaðstöðu. 
Tvö búningsherbergi, 6 manna heitur pottur inni í fallegu umhverfi og einstaklega rúmgóð snyrtiaðstaða með blásurum og speglum allan hringinn.

Haustið 2013 færðum við tækjasalinn á neðri hæðina og bættum við stórum gluggum og hurð að útisvæði.  Á sumrin tengist því glæsilega útiaðstaðan tækjasalnum betur og við setjum út hluta af upphitunartækjum og fleira.

Á efri hæðinni eru tveir salir með rennihurð á milli.  Í innri salnum eru spinninghjólin 40 en 15 Gravitybekkir, slatti af tækjunum sem voru í tækjasalnum, róðrarvél, fullt af lóðum og bjöllum og stóru boltarnir í þeim ytri.  Opnað verður á milli sala í stærri tímum eins og Zumbu, Ólatíma og Body Pumpi.  Stiginn er svo eitt vinsælasta æfingatækið.

Heiti salurinn er yndislega volgur allan daginn og opinn fyrir alla okkar viðskiptavini til að gera æfingar, teygja og slaka.  Þar er ljúf tónlist og rökkur.  Við kennum alla heita tíma í þessum sal eins og Hot yoga, Hot Fit, Body Balance og heitarúllutíma. 

Frá 1. maí 2014 seljum við tvennskonar kort:  Þrekkort og tækjasalskort.
Tækjasalkortin eru góður kostur fyrir þá sem fara ekki í hóptíma en vilja lyfta daglega.  Hjá okkur er opið til kl. 23 á kvöldin yfir vetrartímann.  Árskort í tækjasal kostar 61.500 kr.  Skólakort: 48.000 kr. Innifalið í kortinu er frjáls mæting í Ólatíma eða heitan Body Balance á laugardagsmorgnum.

Þrekkortin eru síðan fyrir þá sem vilja fara í hóptímana og nota tækjasalinn líka.  Allir tímar nema einstaka lokuð námskeið fylgja þrekkortinu.  Árskort kostar 98.000 kr.  Skólakort 78.500 kr.

Rekstraraðilar:
Ólafur Óskar Óskarsson
861 8812
abbaoli@yahoo.com

Aðalbjörg Hafsteinsdóttir
869 5111
abba@bjarg.is

Svæði

moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehf