Yogaflæði og styrkur

Yogaflæði og styrkur er kennt í volgum sal.

Tímarnir eru samsettir af góðri upphitun í byrjun sem auka liðleika og flæði. Farið er í rólegt Yogaflæði með styrkjandi og krefjandi æfingum sem auka liðleika, jafnvægi og styrk. Í lok hvers tíma er farið í 8 - 10 mín. slökun. Þessir tímar eru fyrir öll getustig. Sýndar eru mismunandi útfærslur af æfingum og mismunandi erfiðleikastig.

Gott að taka með sér handklæði og vatn.