Hot Yoga

 

Yoga hefur átt gríðarlegum vinsældum að fagna og ekki að ástæðulausu. Við erum með Hot yoga þar sem yogastöðurnar eru gerðar í heitum sal. Hitinn gerir það að verkum að líkaminn hitnar fyrr og aukinn sveigjanleiki líkamans stuðlar að dýpri stöðum. Losun úrgangsefna verður einnig meiri þar sem svitinn er oft mikill.

Yoga er fyrir alla óháð því hvort þú ert að byrja eða ert vanur og þjálfarinn aðstoðar þig við að finna og virða þín mörk. 

Hot Yoga er í boði 5 daga vikunnar á mismunandi tímum.

Við mælumst til þess að nota handklæði á dýnuna (hægt er kaupa yogahandklæði hjá okkur í afgreiðslunni) þar sem svitinn er oft mikill en einnig er gott að hafa vatnsbrúsa. 

  • 50 mínútna tímar eru á miðvikudagsmorgnum og er salurinn volgari miðað við aðra daga og tímarnir eru einnig mýkri. Notalegt flæði sem kemur líkamanum rólega í gang í upphafi dags.

  • 60 mínútna tímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl.17.30

  • 60 mínútna tímar eru á mánudögum kl. 18.30

  • 90 mínútna tímar eru á sunnudögum kl. 10.15